Þakið á árlegar greiðslur skv. Icesave-III: jafnhátt og hlutfall alls rekstrarkostnaðar skandinavísku herjanna!

Þórunn Sveinbjarnardóttir er öldungis sammála Illuga Jökulssyni, sæl og glöð með Icesave-III-áþjánina. Illugi segir í stórmerkilegri Eyjugrein, Verðum að trappa okkur niður: "Langlíklegast er náttúrlega að við munum varla eða jafnvel alls ekki taka eftir greiðslubyrði Icesave-samninganna."

En hvernig stendur á því, að Bretar og Hollendingar virðast hugsa þetta allt öðruvísi en alfræðingurinn Illugi?

ÞEIR virðast telja sig sanngjarna með því að setja visst ÞAK á árlegar greiðslur frá okkur, og hvert er það? Jú, 1,3% af vergri landsframleiðslu* (sjá hér í Icesave-samningnum: http://www.fjarmalaraduneyti.is/media/skjal/DRIA_Isl_Bret.pdf).

En það vill svo til, að þetta er NÁKVÆMLEGA SAMA HLUTFALL og öll varnarmálaútgjöld Svía voru árið 2009, Noregs árið 2008 og Danmerkur 2007**: 1,3% af vergri landsframleiðslu (GDP)! – sjá hér: http://data.worldbank.org/indicator/MS.MIL.XPND.GD.ZS?cid=GPD_42

Ætli sænskir skattborgarar (þ.m.t. rithöfundar) myndu léttilega samþykkja að BÆTA VIÐð skatta sína öðrum eins útgjöldum og öllum heildar-árskostnaði sænska hersins ... og ekki bara eitt undantekningarár, heldur ca. 37 ár?

* Athugið, að verg landsframleiðsla er annað og meira en raunveruleg landsframleiðsla.

** PS. Hér er ekki bara átt við landherina, heldur sjóher, flugher og landher samanlagða í hverju landi.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Hvetur til samþykktar Icesave-samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband