Jón Gnarr – barnið í ESB-ævintýrinu

Jón Gnarr er eins og barnið í ævintýrinu, sem segir sannleikann, en hans "sannleikur" er þessi: "Mig langar í ESB-sleikipinna; þess vegna er ég til í að taka áhættu á tilbúinni þjóðarskuld upp á allt að 2–400 milljörðum króna eða meira." Sjálfur kemst hann þannig að orði um þessa einföldu hugsun sína:

  • Ef Íslendingar hafna Icesave-samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslunni 8. apríl blasa „grafalvarlegar afleiðingar“ við þjóðinni, segir Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, í samtali við austurrísku fréttastofuna APA. Jón, sem staddur er í Vínarborg, sagði að yrði samkomulaginu hafnað gæti umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu runnið út í sandinn og stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fallið. 

Jón hefur líklega ekki frétt af því, hvernig Þjóðverjar eru farnir að tala um þá smáu í ESB; fjölmiðlar þar tala um "ósigur dverganna" á leiðtogafundi ESB-ríkja um síðustu helgi. "Dvergarnir" eru smærri ríkin og fátækari eins og Írar, Portúgalir og Grikkir, en Þjóðverjar hinir ráðandi – Angela Merkel hafði sitt fram á fundinum, að nú fái "Brussel aukið vald yfir fjárlögum ríkja á evrusvæðinu, sem og yfir skattamálum og lífeyrismálum í einstökum aðildarríkjum," eins og sagt er í leiðara Mbl. um þetta mál í dag (Enn eitt skref stigið [þ.e. "til að þoka ESB nær þjóðríki og fjær sambandi ríkja"]).

Nú er Jóni Gnarr frjálst að hafa sína drauma – og við hér í Þjóðarheiðri tökum ekki afstöðu til ESB, nema hún snerti Icesave. En hann hugsar það upphátt, sem Samfylkingin hvíslar helzt í leyndum: að verðið, sem þau eru fús til að gjalda fyrir ESB-inngöngu, er ólögvarði Icesave-pakkinn. Þetta eru þau reiðubúin að gera, þótt það kljúfi þjóðina í herðar niður, – og leggja síðan Ísklafann á sömu herðar.

Þetta er ennfremur að láta tilganginn (ESB-innlimun) helga illt meðal (Icesave), en það er mönnum aldrei siðferðislega heimilt.

Jón Gnarr ætti að ganga í þann félagsskap, sem Ívar Páll Jónsson var að stinga upp á í frábærum pistli í Mbl. í dag: Borgið þetta þá sjálf. Þar leggur hann til, að þeir 109.471, sem skv. skoðanakönnun Gallup segja "já!" við Icesave-III, borgi þetta bara sjálfir – þeir eigi ekki að geta ætlazt til þess af öðrum. Þetta sé hvort sem er svo lítil upphæð og áhættulaus að mati þessara jáara.

Jón Gnarr er einn af þeim og hefur alveg efni á þessu, hlýtur hann að telja – og fær örugglega ekki of lítið greitt úr borgarsjóði fyrir sitt vinnuframlag; hann er á ráðherralaunum.

En það er nýr flötur á Jóni Gnarr, ef hann er skyndilega orðinn hagfræðilegur spámaður, gott ef ekki með lögmannsráðgjöf líka, í sambandi við áhrifin af höfnun Icesave-ólaganna – eins og það eru nú fáir dagar síðan hann í útvarpi "viðurkenndi að hann vissi ekkert um Icesave-málið og vegna tímaskorts þyrfti hann Icesave-kynningu fyrir dummies" – sjá hér: Jón Gnarr og Icesave fyrir dummies, og fjöruga umræðu þar á eftir.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Bölsýnn borgarstjóri í Vín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Jón Gnarr hefur greinilega ekki lesið greinina sem ég skrifaði fyrir hann

Helga Þórðardóttir, 15.3.2011 kl. 15:37

2 identicon

Má hann ekki tjá sig um þetta mál og hafa skoðun á því eins og hver annar maður?

Ert þú einn af þeim sem allir þurfa að vera sammála?

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 15:43

3 identicon

  

Mér líkar nærstum ekkert af því sem Jón G.Narr segir í Vínarborg, en væri ekki dásamlegt ef hann flytti til Grænhöfðaeyja ?

 

Nú er orðið ljóst að Bezti-flokkurinn er samgróinn Samfylkingunni. Þeir sem kusu Narrann voru í raun að veita Jóhönnu atkvæði sitt. Eru einhverjir þeirra hreyknir af framgöngu leiðtogans í Vínarborg ?

 

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 15:50

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Takk, Helga! Og þakka þér fyrir slóðina, sem ég vísaði þarna síðast í.

Nafni (kl. 15.43), þú virðist ekki hafa náð rökum mínum. Reyndu aftur.

Jón Valur Jensson, 15.3.2011 kl. 15:52

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég sé ekki betur en þarna hafi Reykvíkingum verið gefin sá bónus að geta losað sig við Gnarrinn með því að segja Nei við Icesave.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.3.2011 kl. 16:17

6 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Það er ömurlegt að hafa embættisfólk sem keppist við það að tala niður landið, gjaldeyrinn og fjármálakerfið erlendis.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 15.3.2011 kl. 17:21

7 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ívar Páll Jónsson var að stinga upp á í frábærum pistli í Mbl. í dag: Borgið þetta þá sjálf

He, he, ég var nú fyrir löngu síðan búinn að stinga upp á því á bloggi mínu að JÁ fólkið taki bara við þessu og borgi.

Guðni Karl Harðarson, 15.3.2011 kl. 17:58

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, það er gott mál, en Mogginn er meira lesinn, og grein Ívars Páls er reyndar alveg snilld.

Jón Valur Jensson, 15.3.2011 kl. 18:24

9 identicon

BORGIÐ ÞÁ BARA SJÁLF

  Er komið beint frá sjálfri þjóðarsálinni

Margir hafa hugsað það sama  og talað um það

En  nú hefur Ivar Páll Jónsson tekið að sér hlutverk litlu gulu hænunnar :)

Eigum við ekki að sýna myndarskap  og vera með honum í þessu ?

Hvar er hægt að taka þátt ?

Sólrún (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 19:56

10 identicon

Það er örðin föst rútína að þegar að Samfylkingar batteríið í borginni hefur tekið sér snúning og ráðist gegn öryrkjum öldruðum grunnskólabörnum eða leikskólabörnum svona til dæmis að taka  allt samkvæmt evrópustuðlum,þá kemur í kjölfarið mynd af Jóni borgarstjóra þar sem hann lítur út eins og köttur sem lent hefur ofan í brunn og er nýbúið að veiða uppúr.

Og undir myndinni stendur gjarnan  annað hvort:

Hvað segir Jón nú ?

Eða hvað er Jón nú búinn að gera ?

Já maður getur  eiginlega  ekki annað en tekið ofan

fyrir spunameisturum SAMFÓ

Sólrún (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 20:30

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Takk fyrir hressileg innlegg, Sólrún!

Jón Valur Jensson, 15.3.2011 kl. 22:23

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Hvað! sagði hann þetta á APA?

Helga Kristjánsdóttir, 16.3.2011 kl. 02:18

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvað er APA?

Jón Valur Jensson, 16.3.2011 kl. 11:57

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér talar Jón Gnarr, jú, einmitt í austurrísku fréttastofunni APA og eins og fréttin er færð okkur í Mbl. í dag, bls. 7, undir fyrirsögninni Orðinn leiður á málinu:

Jón sagðist sjálfur hyggjast greiða atkvæði með Icesave-samkomulaginu. "Ég ætla að greiða atkvæði með því, ekki vegna þess að ég skilji það eða ég telji að það sé rétt, heldur er ég einfaldlega orðinn frekar leiður á málinu. Ég ætla að kjósa það í burt."

!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Hvernig ætli færi fyrir músinni, ef hún héldi, að hún gæti kosið kattarógnina "í burt" með því að handsala griðasamning við köttinn?

Þvílíkur kjáni þessi maður. Það er beinlínis hættulegt að hafa svona menn við völd.

Jón Valur Jensson, 16.3.2011 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband