Parísar-klúbburinn stjórnar aðförinni að Íslandi !

Það er rétt hjá Gylfason að teknar voru nokkrar mikilvægar ákvarðanir í bankahruninu, en aðkoma AGS var ekki ein þeirra. Raunar var aðkoma AGS ekki í framhaldi frjálsrar ákvörðunar heldur nauðar. AGS var ekki að gæta hagsmuna Íslendinga, heldur erlendra fjárfesta eins og þeirra sem koma saman í Parísar-klúbbnum. Upplýst hefur verið að Parísar-klubburinn er okkar heldsti andstæðingur.

 

Setning Neyðarlaganna var mikilvægasta ákvörðunin sem tekin var, enda hafði sá gerningur verið lengi í undirbúningi. Ragnar Önundarson átti stóran þátt í þeirri ákvörðun, enda er Ragnar líklega okkar bezti bankamaður frá upphafi. Sjá greinar hans í Morgunblaðinu:

 

 

22.01.2011: Hefur Ísland sýnt lánardrottnum sínum hörku?

 

15.04.2008: Ósjálfbjarga bankar

 

16.01.2005: Fyrst draumur, svo martröð

 

 

Neyðarlögin höfðu tvær mikilvægar afleiðingar. Í fyrsta lagi tryggðu þau nær ótruflaða bankastarfsemi og í öðru lagi tryggðu þau forgang krafna innistæðu-eigenda hjá Landsbankanum. Þessi atriði hefði Gylfason átt að nefna, því að þau eru lykilatriði.

 

Setning Neyðarlaganna var möguleg vegna þess að Ísland er sjálfstætt ríki, en ekki innlimað í Evrópuríkið. Hefðum við verið hluti af ESB hefði setning Neyðarlaganna ekki verið möguleg. Þjóðin hefði setið uppi með skuldaklafa, sem hefði verið margföld Icesave-kúgunin, sem við erum búin að hafna.

 

Eins og ég hef bent á, eru Neyðarlögin þó að hluta til gölluð, því að nauðsynlegt er að veita lágmarks tryggingu ESB forgang, svo að TIF fái örugglega sinn kostnað úr þrotabúi Landsbankans. Einnig þarf að lagfæra lögin um TIF, sem innihalda óljóst orðalag. Hér má finna umfjöllun um þetta atriði:

 

 

23.12.2010: Breytt kröfuröð í þrotabú Landsbankans leysir Icesave-deiluna

 

 

Þrátt fyrir orð Gylfason um ágæti AGS, ættum við að horfa til raunveruleikans. Aðkoma sjóðsins var nauð og var liður í kúgum Parísar-klúbbsins sem stjórnað hefur aðförinni að okkur. Það er að kröfu Parísar-klúbbsins, sem okkur voru boðnir yfir 10% raunvextir af forsendulausum kröfum nýlenduveldanna. Það var að kröfu Parísar-klúbbsins sem jafnvel »vinir« okkar á Norðurlöndunum tóku sér stöðu við hlið andstæðinga okkar - nýlenduveldanna. Afstaða sem almenningur hefur ekki skilið.

 

Gylfason hefði einnig mátt nefna, að Icesave-stjórnin er önnum kafin að skuldsetja þjóðina, þannig að við verðum á endanum ekki betur sett en þeir skuldsettustu í Evrópuríkinu. Jákvæð áhrif Neyðarlaganna eru því óðum að hverfa fyrir verknað Íslendskra ógæfumanna í ríkisstjórn og á Alþingi.

 

 

Loftur A. Þorsteinsson.


mbl.is Réttar ákvarðanir í hruninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Var ekki Ólafur Forseti í þessum klúbbi og eða var já og kannski er eða einhver héðan. 

Valdimar Samúelsson, 25.1.2011 kl. 12:48

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er undarlegt að sjá, hvernig Þorvaldur Gylfason ruglar um það sem gert var hér í bankahruninu 2008 – undarlegt að sjá hann þegja um þýðingu Neyðarlaganna, á sama tíma og hann telur, "að miklu hafi skipt að fá Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að lána íslenska ríkinu." Ég er sammála Lofti og t.d. viðskiptablaðamönnum Morgunblaðsins um, hve ófarsæl síðari leiðin varð og verður okkur, en þætti gott að verða betur upplýstur um tengsl Parísarklúbbsins við þessi mál.

Jón Valur Jensson, 25.1.2011 kl. 12:57

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Parísar-klúbburinn (Club de Paris) er leynifélag fjármála-yfirvalda 19 auðugustu ríkja heims. Þarna eiga forsetar ekki setu og því ekki Ólafur Ragnar Grímson. Valdimar, þú ert líklega með hugann við World Economic Forum í Davos, Svisslandi.

Aðkoma Parísar-klúbbsins að Icesave-deilunni sannaðist við opinberun leyniskýrslu frá Hollandi, dagsett 19. febrúar 2010, skömmu fyrir þjóðaratkvæðið 06. marz 2010. Hér er hægt að finna skýrsluna:

http://213.251.145.96/cable/2010/02/10THEHAGUE106.html

Þarna kemur ítrekað fram, að Hollendingar ræddu málefni Íslands við fulltrúa í Parísar-klúbblum sem heldur fundi á 6 vikna fresti. Sjáið eftirfarandi tilvísun til Parísar-klúbbsins:

»Icelandic finance officials and opposition parliamentarians subsequently presented new options to their UK and Dutch counterparts in meetings in London on February 15 and 16 (2010)…The GONL rejected both offers on the grounds that

(1) they did not meet the agreed-upon »The Hague Principles« and

(2) the refusal to pay interest set a dangerous and unacceptable precedent for sovereign debt and other key »Paris Club issues«

Nicole Bollen (kvennkyns) er hátt sett í Hollendska fjármálaráðuneytinu og fulltrúi í Parísar-klúbbnum. Svona segir frá henni:

»Bollen will represent the Netherlands in the Paris Club meetings on February 22-25 in Paris.  She noted that she has discussed Icesave developments regularly with U.S. Treasury and State Department reps at recent Paris Club meetings; she will seek them out again during next weeks meeting and update them on developments.«

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 25.1.2011 kl. 14:13

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Loftur fyrir þína upplýsandi grein.

AGS síbyljan  mun heyrast næstu daga, sem liður í að heilaþvo þjóðina um ágæti ICESave samningsins.

Munum alltaf að hér varð viðsnúningur þrátt fyrir AGS, ekki vegna sjóðsins.

Og gleymum heldur aldrei langtímaáhrifunum af vaxtastefnu sjóðsins, 2 ár í fjárfestingu glötuðust.  Munar um minna.

Verst hvað margir trúa krataprófessornum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.1.2011 kl. 14:15

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið erlendis frá, var það að skipun Parísar-klúbbsins sem AGS kom hér að málum. Það virðist vera föst regla hjá Parísar-klúbbnum að fá AGS til að stjórna innheimtu fyrir aðildar-ríkin.

Margt fer nú að verða skiljanlegra en áður !

Loftur Altice Þorsteinsson, 26.1.2011 kl. 08:42

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Náin tengsl AGS og Parísar-klúbbsins koma meðal annars fram í starfsmannaskiptum þessara stofnana. Þannig var Jacques de Larosière de Champfeu framkvæmdastjóri AGS 1978 – 1987. Frá AGS fór Larosière beint til Seðlabanka Franklands 1987-1993, þar sem hann fekk stól bankastjóra. Þaðan lág leið hans til G30 (Group of Thirty). Samkvæmt traustum heimildum var Larosière lengi formaður Parísar-klúbbsins, áður en hann tók við starfi framkvæmdastjóra hjá AGS.

 

Auk Larosiére má nefna Michel Camdessus sem tók við af Larosière sem framkvæmdastjóri AGS 1987 – 2000. Camdessus var harðlega gagnrýndur fyrir að láta stjórnmál stjórna afgreiðslum hjá AGS, fremur en efnahagsmál. Áður en hann heiðraði AGS með nærveru sinna, var hann bankastjóri seðlabankans í Franklandi 1984 – 1987. Camdessus var einnig lengi formaður Parísar-klúbbsins.

 

Svipaða sögu er að segja af núverandi framkvæmdastjóra AGS Dominique Strauss-Khan, sem hóf þar störf 2007. Strauss-Khan hafði lengi verið sem grár köttur á fundum Parísar-klúbbsins, en hvort hann var formaður klúbbsins er ekki ljóst.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 26.1.2011 kl. 15:41

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Félagar, þetta er mjög merk uppljóstrun sem Loftur kom hér á framfæri um tengsl Parísarklúbbsins við Icesave-málið. Ég vil gjarnan biðja hann leyfis til að endurbirta hér mestallt innlegg hans hér í gær og úr öðrum líka.

Jón Valur Jensson, 26.1.2011 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband