Grunnhyggnir og gæfulausir lögfræðingar

Hvers vegna halda menn, að fengnir hafi verið fjórir lögfræðingar til að gefa sameiginlegt álit ? Auðvitað vita allir svarið, en það er til að álitið gefi óskýra mynd, sem hægt er að túlka eins og hverjum sýnist. Hvers vegna Stefán Már Stefánsson lætur draga sig svona niður í svaðið er stóra spurningin. Allir vita að Stefán Geir Þórisson er ómerkingur.

Fyrir þetta »Tetraktys« voru lagðar sjö spurningar og ekki ætlast til að út fyrir þær væri vikið. Þær voru:

 

A.    Hvað tæki við ef samkomulag um Icesave verður ekki staðfest ?

 

B.   Hvert er mat á dómstólaleiðinni, kostar og gallar ?

 

C.   Ef samningar takast ekki og gert er ráð fyrir að samnings-brotamál ESA myndi halda áfram og ganga til EFTA-dómstólsins, hver myndi vera líkleg niðurstaða EFTA-dómstólsins ? Að því gefnu að þar gangi áfellisdómur, hver myndu vera líkleg lagaleg og pólitísk áhrif þess ?

 

D.   Dómar EFTA-dómstólsins eru ekki aðfararhæfir. Bregðist stjórnvöld ekki við þeim verður að ætla að Bretar og Hollendingar gætu stefnt kröfum sínum fyrir íslendska dómstóla. Hvernig yrði kröfum Breta og Hollendinga komið fyrir íslendska dómastóla og hver yrðu talin líkleg úrslit í slíku máli ? Hver eru líkleg lagaleg og pólitísk áhrif áfellisdóms í slíku máli ?

 

E.    Áhætta vegna neyðarlaga og hvaða máli skiptir nýleg ákvörðun ESA varðandi þau ?

 

F.    40.gr. Stjórnarskrárinnar og heimildir til að semja á þann hátt sem fyrir liggur.

 

G.   Gjaldfellingar- og vanefnda-úrræði í drögum að samkomulagi um Icesave.

 

H.   Ríkisábyrgð, greiðsluskylda. Að teknu tilliti til skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er þess óskað að fjallað verði um heimildir Alþingis samkvæmt 40.gr. Stjórnarskrárinnar til þess að veita ríkisábyrgð á þeim skuldbindingum og greiðslum sem drög að samkomulaginu kveður á um.

 

 

 

Þegar þessar spurningar Fjárlaganefndar Alþingis (Icesave-stjórnarinnar) eru skoðaðar, blasir við ósiðlegur tilgangur og glórulaus undirgefni við nýlenduveldin. Engum spurningum eru beint til lögfræðinganna varðandi alvarlegustu afleiðingar af gerð Icesave-samninga-III og stöðu deilunnar allmennt. Þessar spurningar snúa að þrennu:

 

 

1.    Fullveldishafanum – þjóðinni og forseta Lýðveldisins, sem fulltrúa almennings. Vitað er að forsetinn mun vísa hugsanlegum ábyrgðarlögum til úrskurðar fullveldishafans – þjóðarinnar. Jafnframt er vitað að almenningur mun hafna slíkum lögum. Augljóst ætti að vera að þessi staða mun hafa áhrif á afgreiðslu Alþingis og það með réttu.

 

2.    Mistökum Icesave-stjórnarinnar sem þarfnas trannsóknar.Allur ferill Icesave-deilunnar er markaður mistökum ríkisstjórnarinnar og sú staða sem nú er uppi er miklu erfiðari sökum þessara mistaka. Spyrja hefði átt, hvernig þessi mistök verða bezt leiðrétt og hvernig breyta ætti samskiptum við nýlenduveldin.

 

 3. Efnahagsstríði nýlenduveldanna gegn Íslandi.  Hvaða samskipta-reglur hafa nýlenduveldin brotið með efnahagstríði sem staðið hefur yfir og sem þau hóta framhaldi á. Hvaða leiðir eru færar til að snúa vígstöðunni Íslandi í vil og hefja sókn í stað stöðugs undanhalds valdstjórnarinnar á Íslandi.

 

 

Að auki er það sérkennilegt að biðja lögfræðingana um álit á pólitískum viðbrögðum nýlenduveldanna, ef þeim er ekki sýnd undirgefni, en ekki er leitað álits á pólitískum viðbrögðum almennings á Íslandi, ef Icesave-klafanum verður nauðgað honum á herðar.

 

Loftur Altice Þorsteinsson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Er þetta eðlilegt?  Ekki spyrja mig,okkur álits. Takk fyrir Loftur.

Helga Kristjánsdóttir, 14.1.2011 kl. 16:54

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Loftur.

Var það bara ekki flokkurinn sem sendi Stefán??

Ekki hygg ég að Lárus Blöndal hafi verið einn á ferð.

Ég veit að það fellur misjafnt í kramið, en núna má þjóðin þakka fyrir að eiga Davíð.  Enginn annar málsmetandi maður hefur snúist til varnar, og sagt, vér mótmælum öll.

Og Davíð er stórlega laskaður eftir hina vel heppnaða Barbarbrellu Samfylkingarinnar, að skella öllum gjörðum Seðlabankans á hann, sem og hitt að Seðlabankinn hefði haft einhver tæki og tól til að móta stefnu ríkisstjórnarinnar gegn ofvexti bankanna.

En ef þú veist um annan flokksmann með vigt, þá væri gaman að vita nafn hans.  Og ef aðrir leggja í púkkið, þá yrðu þeir kannski þrír.

Þetta held ég að svari spurningunni um aðkomu Stefáns prófessors.

En rök hans lifa, þau standa alltaf fyrir sínu.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 14.1.2011 kl. 23:51

3 Smámynd: Elle_

Ég verð að taka undir með Ómari um Davíð.  Hann hefur barist harkalega gegn ICESAVE kúguninni frá upphafi.  Og staðið fast á jörðinni gegn þrælasamningnum ætlaður börnunum okkar.  Ekki verður hægt að segja það um allt það flöktandi lið sem hefur snúist eins og blað í vindi með lögleysu og níðingsskap gegn eigin þjóð.  Sorglegt.

Elle_, 15.1.2011 kl. 00:39

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     Er ekki til upptaka af samtali Davíðs við Darling eða Brown,sem hefur að geyma ásetning(eða loforð), U.K.að krefjast ekki að Ísland greiði Icesave.Þetta er eftir minni,ef ehv. veit betur. Ég las líka að Már neitað að afhenda þessa upptöku. Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 15.1.2011 kl. 01:15

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Helga, samtal Davíðs var við Mervyn King seðlabankastjóra. Í bók Árna M. Mathiesen er haft eftir Davíð:

„Mér þótti mjög vænt um að heyra þetta og þakkaði honum vel fyrir. Þetta samtal er til á bandi. Við vorum nú ekki vanir að taka svona samtöl upp en við gerðum það einhverra hluta vegna í þetta skipti“

Hér er meira:  http://www.vb.is/frett/60520/

Loftur Altice Þorsteinsson, 15.1.2011 kl. 21:04

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ekki var þetta alveg rétt hjá mér því að ummælin voru í áramótatímariti Viðskiptablaðsins. Hins vegar kom efnislega hið sama fram í bók Árna.

Loftur Altice Þorsteinsson, 15.1.2011 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband