Icesave-síbrotamenn, erlendir sem innlendir, halda áfram að þjarma að íslenzku þjóðinni

"Fjármálaráðuneytið áætlar að ríkissjóður þurfi að greiða 58,9 milljarða vegna Icesave fram til ársins 2016, þar af 26,1 milljarð á þessu ári og 10,4 á næsta ári."

Við þökkum ekki fyrir okkur! En gott er að upplýst sé um svikræði stjórnvalda, ágætt að hafa þetta í huga þegar fólk efnir enn til fjöldamótmæla mánudaginn 17. þessa mánaðar. Upplýsingarnar hér efst komu fram í umbeðinni umsögn fjármálaráðuneytisins til fjárlaganefndar. Greinilega eru forsendur fjárlaga þessa árs brostnar.

Í umsögn ráðuneytisins er sízt verið að bæta neinu við það mat, sem sett var fram í byrjun, þegar Icesave-III-samningurinn komst á netið (sjá tengla í þessari grein), því að í mati ráðuneytisins er ekki einu sinni tekið tillit til þess, sem fram er komið í fréttum, að mat stjórnvalda í desember sl., 47 milljarðar, var vanmat um a.m.k. 10 milljarða króna. Samt er hér enn verið að reikna með 47 milljörðum!

Svo er þess enn að geta, að tilgátur um væntanlegt söluverð á Iceland-keðjunni, sem er í eigu þrotabús Landsbankans, eru enn á getgátustigi og ekkert á þeim byggjandi.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lagði réttilega áherzlu á það í Kryddsíldinni á gamlársdag, að rangt væri að flýta þessu máli nú, enda eigi margt eftir að koma í ljós í þessum eignamálum bankans, ennfremur vegna þess að réttaróvissa um sum þeirra hverfur ekki fyrr en að útkljáðum nokkrum málum sem bíða dóms í sumar.

Ekki er nóg með, að óvissa ríki vegna þessa, heldur eykst hún enn með gengisóvissu, en gengi krónunnar gæti hæglega sigið eða hrunið, m.a. vegna afléttingar gjaldeyrishaftanna, og það gæti stórhækkað heildargreiðslur TIF (Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta), sem krafizt er (ólöglega) að ríkið ábyrgist – gæti jafnvel aukið þær um hundruð milljarða, eins og fram kom strax í desember með útreikningum stærðfræðings, sem birtir voru í Morgunblaðinu.

Áætlanir fjármálaráðuneytisins um greiðslur til Breta og Hollendinga koma hér fram í þessum texta í formlegri umsögn þess:

Að því gefnu að forsendur fyrir mati samninganefndarinnar gangi eftir er gert ráð fyrir að heildargreiðslur úr ríkissjóði til tryggingasjóðsins fram til ársins 2016 verði rúmir 47 mia. [milljarða] kr. Því til viðbótar er 3 mia. kr. greiðsla vegna útlagðs kostnaðar Breta og Hollendinga við útgreiðslur til innstæðueigenda á sínum tíma [vel smurt á "þjónustu" sem við báðum ekki um! – innsk. jvj.], en samið var um tiltekna hlutdeild í þeim kostnaði. Gert er ráð fyrir að ríkissjóður þurfi að leggja TIF til 26,1 mia.kr. á árinu 2011, þar af 9 mia.kr. vegna áranna 2009–2010 umfram þá 20 mia.kr. sem sjóðurinn sjálfur getur staðið undir og 17,1 mia.kr. vegna vaxtagreiðslna á þessu ári. Áætlanir gera ráð fyrir að greiðslur áranna 2011–2016 verði eftirfarandi:
  • 2011:  26,1 mia.kr.
  • 2012:  10,4 mia.kr.
  • 2013:  8,6 mia.kr.
  • 2014:  7,0 mia.kr.
  • 2015:  5,0 mia.kr.
  • 2016:  1,8 mia.kr.
  • Alls: 58,9 mia.kr.

Eins og áður segir, er strax vanreiknað þarna um 10 milljarða höfuðstól í byrjun. Miðað við þessar forsendur gæti upphæðin farið í 70 milljarða króna, nema hlutir bregðist í mati á eignasafninu, eins og auðveldlega getur gerzt, sem og vegna gengissigs/gengisfalls.

Þetta er í ætt við rússneska rúllettu að taka þá áhættu, þvert gegn evrópskum og íslenzkum lögum og skyldum okkar, að skrifa upp á þennan samning, sem enn ber hin fyrri merki um krumluförin eftir ofbeldisvön nýlenduveldi. Meðal annars er þar gerð krafa um ólöglega (margfaldlega of háa) vexti, sem standast ekki EES-jafnræðisreglur. Verður um það fjallað í sérstakri grein hér á morgun.

Og lesið þetta í frétt Mbl.is:

  • Í fjárlögum sem samþykkt voru í desember er ekki gert ráð fyrir neinum greiðslum vegna Icesave. Fjármálaráðuneytið segir að ástæðan sé sú að Alþingi sé ekki búið að afgreiða málið. Verði Icesave-samningarnir samþykktir á Alþingi þurfi að leita heimildar Alþingis að greiða það sem fellur á ríkissjóð. Fjármálaráðuneytið segir að vegna undirbúnings fjárlagafrumvarps vegna ársins 2012 verði fjögurra ára áætlun í ríkisfjármálum endurskoðuð með tilliti til Icesave-skuldbindinganna.

Fjögurra ára áætlun Steingríms J. Sigfússonar verður þá ekki mikið meira til að byggja á en fimm ára áætlanir í Sovétinu í gamla daga.

Svo bendi ég lesendum á nýbirta grein Lofts Þorsteinssonar á þessum sama vef: Icesave-blekkingar og meiri Icesave-blekkingar.

Jón Valur Jensson. 

PDF-skráUmsögn fjármálaráðuneytisins um Icesave

mbl.is Greiða þarf 26,1 milljarð vegna Icesave í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Það geta fleiri en InDefense farið blysför til Bessastaða.

Helga Kristjánsdóttir, 13.1.2011 kl. 00:06

2 Smámynd: Elle_

Ætlaði ekki líka ICESAVE-STJÓRNIN að loka spítölum og segja upp tæpum 1000 spítalastarfsmönnum til að ´spara´ innan við 5 milljarða?   Og níðast á gamalmennum í þokkabót?  Þau geta samt borgað langtum hærri upphæðir í ríkisskassa Breta og Hollendinga fyrir lögleysu sem við skuldum ekki.  

Elle_, 13.1.2011 kl. 00:19

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Það þarf að spara Elle mín,það verður að borga öllum nefndar og sérverkefna-aðilum. Svo þurfa nú bankar og Sparisjóðir,að ég tali ekki um tryggingfélög sitt. Ef fólkið á Íslandi sér ekki við hvaða Ára er við að eiga,þá er það vegna stanslausra lygafrétta ,sem hún nýtir Ruv. til að þruma yfir landslýð. Verðum að fá hátalarakerfi á Austurvöll 17.jan,upplýsa mannskapinn,sem enn er ekki farinað átta sig. Gæli við að Óðal ljái okkur sitt,þær voru fínar trommur þeirra á seinasta stóra mótmælafundi.          NEI-NEI-NEI- við svikasamningi og Icesave.

Helga Kristjánsdóttir, 13.1.2011 kl. 02:02

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  OG E.S.B. þetta er allt sama tóbakið .

Helga Kristjánsdóttir, 13.1.2011 kl. 02:03

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir fyrir innleggin og baráttuandann.

Jón Valur Jensson, 13.1.2011 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband