Íslendingar bíða ennþá eftir yfirlýsingu Alþingis.

Ekki er þolandi að forseti landsins sé settur í þá stöðu að verja hagsmuni Íslendinga, án þess að geta vísað til yfirlýsingar Alþingis um að ríkisábyrgð verði ekki veitt á Icesave-kröfum nýlenduveldanna. Alþingi verður tafarlaust að taka á sig rögg og afgreiða málið svo að sómi sé að.

Kjáninn á BBC spyr:

   »Þú minntist á að ykkur hefði tekist að breiða yfir ágreininginn við Breta
    og Hollendinga vegna hruns Icebank [á við Icesave]. En það er undir þinginu
    komið - er það ekki? - hvort þessar skuldir verði endurgreiddar?«


Hann spyr um »endurgreiðslu á skuldum« og hvort tekist hafi að »breiða yfir ágreining um Icesave«. Hvílíkur hálfviti ! Ólafur Ragnar svarar þessu vel, þegar hann segir:

   »Það er að sjálfsögðu einfaldlega staðreynd að kröfurnar sem Bretar og
    Hollendingar lögðu fram, hvað varðar Ísland árið 2009, að núverandi
    stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa einnig viðurkennt að málið sem þau
    lögðu fyrir Ísland árið 2009 og á fyrri hluta 2010 var í grundvallaratriðum
    ósanngjarnt.« 

Sem betur fer er Ólafur Ragnar Grímsson fastur fyrir og lætur ekki vaða ofan í sig. Hvað dvelur Alþingi að koma til aðstoðar almenningi í Icesave-deilunni og forseta Lýðveldisins ?

Loftur A. Þorsteinsson.


mbl.is Sáu að sér í Icesave-deilunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ólafur Ragnar ber af öðrum valdamönnum á Íslandi,og þó víðar væri leitað... þetta myndband er mjóg við hæfi.

http://www.youtube.com/watch?v=a5dOTHUY0hg.

Þjóðfélagsþegn (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 01:24

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Hann sagði líka,að UK og NE. hefðu greitt reiknishöfum án þess svo mikið sem nefna það við stjórnvöld Íslands.

Helga Kristjánsdóttir, 29.12.2010 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband