Nýtt Icesave-samkomulag um greiðslu þess, sem ekki ber að greiða?

Stöð 2 sagði frá því kl. 18.30 að samninganefndir Íslands, Bretlands og Hollands hafi komið sér saman um grundvallaratriði nýs samkomulags um Icesave-málið. Þar er talað um 40–60 milljarða kr. höfuðstól og 3% vexti. Hér kunna samningaviðræður, sem voru teknar upp aftur í júlí, að vera að nálgast sín endalok.

Allt er þetta enn byggt á ótilgreindum heimildum fréttastofu Stöðvar 2.

Afstaða okkar í Þjóðarheiðri – samtökum gegn Icesave hefur frá upphafi verið ljós: hún er sú sama og meirihluta þjóðarinnar: að við eigum ekkert að borga af einkaskuld einkafyrirtækisnins Landsbankans.

Hér er hins vegar ólíkt skárra útlit fyrir stafni en þegar Icesave-ólögin voru samþykkt með naumum meirihluta þingmanna á Alþingi 30. desember sl. Menn – já, stjórnarþingmenn líka! – geta prísað sig sæla, að ekki er lengur samið á þeim smánar- og manndrápsklyfja-kjörum. Strax eru umtalaðir vextir nú t.d. næstum helmingi lægri en þeir 5,55% ólöglegu vextir (sbr. líka hér!), sem samið var um í vetur – þeir sem vitaskuld voru svo felldir "með öllu heila gillinu" 6. marz sl., sbr. HÉR um hinar áhugaverðu niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar, flokkaðar eftir landshlutum.

Þessi barátta hefur því líka verið mörkuð sigurvinningum, fyrst og fremst staðfastrar þjóðarinnar, en einnig forseta Íslands og samtaka fjölda fólks og stöðugum þrýstingi, m.a. af hálfu systur- eða öllu heldur bræðrasamtaka okkar, InDefence-hópsins (því að allir munu þeir vera karlmenn, þeir ágætu baráttumenn; og við þökkum samráð við þá).

En áfram skal barizt til sigurs. Framkvæmdastjórn ESB hafði þegar viðurkennt það (reyndar með semingi og ekki fyrr en í sumar), að einstök ríki á ESB- og EES-svæðinu beri ekki ábyrgð á tryggingasjóðum sínum. Tvenns konar fullyrðingar sömu framkvæmdastjórnar, um að undantekning yrði að vera þar á varðandi Íslendinga eina þjóða, voru hvorar tveggja byggðar á rökleysu, eins og við höfum fjallað ýtarlega um hér í greinum í sumar, m.a. með hliðsjón og stuðningi af erlendum og innlendum sérfræðingum. Þess vegna er alls engin réttmæt né lögvarin skuldakrafa hvílandi á íslenzku þjóðinni vegna þessara kröfumála!

Í frétt Stöðvar 2 kom fram eitt atriði, sem er ekki í frétt Mbl.is, þ.e. að lengt verði í vaxtalausu tímabili á samningstímanum, það verði 9 mánuðir.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Vextir 3% í Icesave-samkomulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er orðin í raun ásættanleg tala ef rétt er.

En í ljósi þess að Steingrímur er þarna einhverstaðar á milli þá má gera ráð fyrir því að vextirnir séu 30% vegna þess að hann gleymdi einu núlli.

Kalli (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 20:08

2 identicon

Hvernig getur fólki fundist það ásættanleg niðurstaða þegar ESB segir að ríki ábyrgist ekki innistæðusjóðinn. Normenn mega ekki tryggja upphæðir eins hátt og þeir vilja, af því að ESB bannar það. En við aumingjarnir skulum greiða eitthvað sem við skuldum ekki.

Daníel (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 20:59

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Akkúrat Þjóðarheiður og Daníel þetta er ekki okkar skuld...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.11.2010 kl. 21:16

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Nei, við borgum ekki.

Helga Kristjánsdóttir, 15.11.2010 kl. 21:57

5 Smámynd: Snorri Magnússon

Heyr, heyr Jón Valur.

Daníel - það getur aldrei verið ásættanleg niðurstaða að vera þvingaður (hvort sem það er með "samningum" eður ei) til að greiða annarra manna skuldir og það þvert á bæði evrópsk og íslensk lög!

Þessa "niðurstöðu" er hinsvegar afar athyglisvert að skoða í ljósi fyrri yfirlýsinga núverandi fjármálaráðherra um "glæsilega niðurstöðu" samninganefndarinnar sem forystu veitti Svavar Gestsson.  Einnig óteljandi yfirlýsinga sama fjármálaráðherra um að: betri samningar næðust ekki; nauðsynlegt væri að ganga frá þessu máli til að lánafyrirgreiðsla AGS bærist okkur o.s.frv., o.s.frv.  Þá er ekki síður athyglisvert að skoða þessa "niðurstöðu" í ljósi yfirlýsinga sama fjármálaráðherra frá því að hann var í stjórnarandstöðu...................  Það væri fróðlegt að sjá úttekt einhvers fjölmiðils á yfirlýsingahringavitleysunni sem ollið hefur upp úr þessum manni í tengslum við þetta mál allt saman frá upphafi til enda, svo ekki sé meira sagt, ásamt öllum bölmóðnum og svartnættinu sem fylgt hefur yfir þjóðina frá sama manni af því að þjóðin vogaði sér að hafa skoðun á málinu sem ekki fylgdi hans skoðunum.......

Snorri Magnússon, 15.11.2010 kl. 22:05

6 Smámynd: Elle_

Ólögleg rukkun er jafn ólögleg, Kalli, þó innheimtan hafi minnkað.  Við ættum að vera í skaðabótamáli við bresku og hollensku stjórninar fyrir ólögmætar þvinganir af þeirra hálfu, ekki borga þeim fyrir skaðann sem þeir hafa valdið okkur.  

Elle_, 15.11.2010 kl. 23:22

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.11.2010 kl. 23:30

8 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Icesave-stjórnin hefur verið að hóta nýgjum Icesave-samningum allt frá því að forsetinn vísaði klafanum í þjóðaratkvæði. Hin glæsilegu úrslit 06. marz 2010, þegar þjóðin sýndi algjöra andstöðu við Icesave-samninga Alþingis, hafði engin áhrif á þessa vitfirrtu ríkisstjórn. Núna er stjórnin að þreifa á þjóðarpúlsinum, með varfærnum hætti og spurningin er hvort hún þorir að framkvæma nýgja landráða-samninga við nýlenduveldin.

 

Núna er mikilvægt að almenningur geri það mikið hróp að Sossunum og fylgdar-sveinum þeirra, að þeir þori ekki að fullkomna glæpinn. Að öðrum kosti verður bara að safna undirskriftum enn einu sinni og ég er fullviss, að forsetinn hlýðir kalli þjóðarinnar og neitar að skrifa upp á glæpinn. Þá mun enn og aftur verða staðfest að fullveldi þjóðarinnar er í höndum almennings og stjórnarskrár-varinn réttur lýðsins verður ekki af honum tekinn.

 

Það er annars merkileg yfirlýsing sem eignuð er Icesave-stjórninni, að "Drögin hafa verið kynnt hagsmunaaðilum." Þarna mun verið að tala um hagsmunasamtök á vinnumarkaði, en ekki almenning. Þarna er verið að tala um aðila sem ekki fara með fullveldi þjóðarinnar, heldur fólk úti í bæ, eins og Egill digri segir þegar hann vill niðurlægja fólk sem mest. Er til aumara pack, en þeir sem að þessari ríkisstjórn standa ?

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 16.11.2010 kl. 00:11

9 Smámynd: Jón Sveinsson

Sæl öll sem eitt

AÐ NEYÐA ÞJÓFNAÐ ANNARRA UPP Á SAKLAUSAN ALMENNING ER AÐEINS GERT AF HÁLFU ÞJÓÐNÍÐINGA SAMA HVAR Í FLOKKI ÞEIR ERU BARA AÐ NEFNA AÐ ÞETTA SÉ BETRI SAMNINGUR ER SKÖMM ÞAÐ ER EKKERT TIL AÐ SEMJA UM, SKRIFI ÞEIR SEM KALLAÐIR ERU RÁÐAMENN ÞJÓÐARINNAR UNDIR ÞENNAN ÞJÓFAGJÖRNING VERÐUM VIÐ AÐ RYÐJA ÞEIM ÚT AF ÞINGI ÞJÓÐARINNAR MEÐ VALDI.

Jón Sveinsson, 16.11.2010 kl. 14:19

10 Smámynd: Elle_

Glæpurinn er akkúrat málið, Jón Sveinsson, ekki hvort skárri eða verri ´samningur´ um fjárkúgun hafi náðst.  Við ættum ekkert að vera að ræða hvort skárri´samningur´ hafi náðst.  Við skattborgarar vorum ekki spurð og meginþorri okkar ætlar ekki að borga 1 eyri í nauðung fyrir ríkiskassa Breta og Hollendinga eins og nýlenduþrælar. 

Það dugir ekkert lengur að vera með nein væg orð yfir fjárkúgun og það á að kæra þetta ofbeldi og alla sem eru sekir og meðsekir.  Ætlar það ekki að fara að gerast?  Ögmundur, þú ert meðvirkur meðan þú styður stjórn sem beitir landsmenn fjárhagslegu ofbeldi.  Hvað ætlar sjálfur dómsmálaráðherrann að gera í málinu??

Elle_, 16.11.2010 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband