Að leggja þjóðinni orð í munn.

Ef ekki væru efnahagsþrengingar og Icesave-della að tröllríða samfélaginu, væri blessaður drengurinn hann Magnús Orri Schram búinn að lengja mitt líf um nokkrar vikur. Samfylkingarmenn eru svo ósköp fyndnir, en gallinn er sá, að útlendingar þekkja ekki eðli samfylkingarmanna. Þeir halda örugglega að þeir séu málsvarar þjóðar sinnar, eins og aðrir stjórnmálamenn.

Þjóðin hefur sagt að hún vilji ekki borga Icesave-skuldina, engin lagaleg skylda hvílir á okkur þess efnis. Samt getur bullið í vinstri mönnunum orðið til þess að við þurfum að greiða, "hin tæra vinstri stjórn" hefur hótað að sitja áfram, hvort sem við viljum eður ei.

En strákræfillinn hann Magnús Orri, hann kveðst jafnvel tapa á ferðinni. Og hann er látinn dvelja á þriggja stjörnu hóteli. Mér finnst það afskaplega hlægilegt, að pilturinn skuli nefna þetta, jú, hann hefur lengt líf mitt um nokkrar mínútur og hafi hann kæra þökk fyrir frá mér og mínum nánustu.

En alvara málsins er sú, að þingmaður skuli enn og aftur endurtaka það, að við skulum borga þvingaðar skuldir og ólögmætar. Einnig er það undarlegt, að þar sem mig minnir að dagpeningar þingmanna nálgist tuttuguþúsund á dag, þá þurfi hann að borga með sér. Er blessaður strákurinn svona ölkær eða mikil eyðslukló? Ég veit það ekki, en hitt veit ég þó, að þriggja stjörnu hótel eru boðleg hverjum sem er. Menn nýkomnir af unglingaskeiði þurfa ekki að halda að þeir séu eitthvað merkilegir þótt þeir hafi slysast á þing, vegna þess að Steinunn Valdís ákvað að segja af sér.

Jón Ríkharðsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband