Yfirbuðu frekju andstæðinganna í þókknuninni! Hafa nokkrir gengið lengra í að bugta sig og beygja fyrir kröfum kúgara sinna?

Alveg sama þó að þjóðin (hver er þjóðin?!) hafi eindregið hafnað Icesave-lögunum og þó að 60% aðspurðra telji að við berum alls enga ábyrgð á Icesave-greiðslunum – samt teygði fereyki ráðherra og seðlabankastjóra sig ALLA LEIÐ til móts við fjandríki þjóðarinnar og helzt lengra!

Það er í ljós komið með ábendingu og játningu, að það var sérhópur þriggja ráðherra (Steingríms, Jóhönnu og Gylfa Magg) sem sjálfur samdi ásamt Má seðlabankastjóra hina alræmdu viljayfirlýsingu "Íslands" (nei, ekki Íslands, heldur þeirra sjálfra – jafnvel sumir samherjar þeirra vissu naumast af þessu, hvað þá Bjarni Ben.), yfirlýsingu sem lögð var undirdánugast fyrir stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í auðmjúkri von um samþykkt hans. 

Í stað þess að minna fjölþjóðastjórn AGS á alþjóðleg réttindi okkar sem fólgin eru í því tilskipunarákvæði Evrópubandalagsins, 94/19/EC, sem sýnir og sannar hve lausir Íslendingar eru við alla ábyrgð á Icesave-reikningunum,* þá sendi þetta fereyki ekkert minna en skilaboð um skilyrðislausa uppgjöf! – og tiltók jafnvel eigin refsingu sérstaklega.

Viljayfirlýsingin afhjúpuð – Opinberun Gylfa ráðherra í Kastljósi á eðli verknaðarins

Eftir umtalsverðan feluleik ráðherra og tal þeirra á þvers og kruss í fjölmiðlum, þar sem tilgangurinn virðist helzt hafa verið að fela hvað gerðist, þá birtist loks viljayfirlýsingin á vef efnahags- og viðskiptaráðuneytisins sl. laugardag. Þar segir: 

  • ... In this context, we wish to reaffirm that Iceland will honor its obligations in regard to the insured retail depositors of the intervened banks. Iceland has already affirmed in its Letter of Intent dated 15 November 2008 that it is willing to ensure that the United Kingdom and the Netherlands will be reimbursed in respect of deposits of Landsbanki branches in those two countries (up to the Euro 20,887 minimum provided for under Icelandic Law and the EU Deposit Guarantee Directive 90/19/EC). Iceland has also given an assurance that the United Kingdom and the Netherlands will receive the reasonable time value of money, provided that comprehensive agreements are reached. Iceland remains ready to conclude at the earliest convenience the negotiations with the Governments of the United Kingdom and the Netherlands regarding a legal and financial settlement of this matter.

Og eins og Guðmundur Ásgeirsson segir um þetta í ágætri bloggfærslu sinni: "Athygli vekur að þarna er verið að skuldbinda Ísland gagnvart AGS um tiltekna niðurstöðu sem felur í sér fulla "endurgreiðslu" að meðtöldum vöxtum! (e. time value of money = vextir á mannamáli)."

En lesum nú samtal þeirra Þóru Arnórsdóttur fréttamanns og Gylfa Magnússonar ráðherra um þetta mál í Kastljósi í gærkvöldi: 

  • Þóra: "Nú segir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn alla jafna, að hann hafi enga skoðun á Icesave og setji engin skilyrði þar um, heldur séu það Norðurlöndin, sem ætli að lána á móti sjóðnum, ef svo má segja, og kannski ekki hægt að klára að endurskoða áætlunina, nema sú fjármögnun sé tryggð, og að allur texti um Icesave, sem er í plagginu, hafi komið beint frá ríkisstjórninni. Geturðu staðfest, að svo sé?"
  • Gylfi: "Já, já, við auðvitað semjum þennan texta, en við gerum það með hliðsjón af því, að við vildum afla því sjónarmiði stuðnings, að endurskoðunin ætti að fara fram, og til þess þurftum við auðvitað sérstaklega gott veður frá Norðurlöndunum og frá Bretum og Hollendingum, og það fekkst – endurskoðunin fór í gegn mótatkvæðalaust, þannig að þessi viðleitni okkar hún skilaði árangri, en eitt af því sem við augljóslega þurftum að gera var að senda út skýr skilaboð varðandi Icesave."
  • Þóra: "Þannig að ef þessi klausa hefði ekki verið, þá hefði endurskoðunin ekki komizt á dagskrá?" 
  • Gylfi: "Ég auðvitað veit það ekki – en mér finnst það ólíklegt, að það hefði tekizt." 

Takið eftir þessu: Ráðherrann segir fullum fetum, að hann VITI EKKI, hvort endurskoðunin hefði komizt á dagskrá ÁN þess gígantíska réttarafsals sem hann, Steingrímur, Jóhanna og Már höfðu samið þarna á pappír! (vitaskuld án samráðs við þjóðina og án samráðs við stjórnarandstöðu, jafnvel suma eigin þingmenn!).

Þau virðast hafa valið þá leið að bjóða bara eins hátt og komizt varð! Það var ekki einu sinni verið að þreifa á mótaðilunum, hvort þeir væru nú, eftir höfnun Icesave-laganna, reiðubúnir að "þiggja" eitthvað minna (enda allt, sem boðið væri, langt umfram allt sem hægt væri að ætlast til af okkur).

Óekkí, nei! Það var bara lagzt fyrir framan þessar erlendu ríkisstjórnir, hundflöt lágu þau fjögur og buðu SKILYRÐISLAUSA UPPGJÖF og varðaði nákvæmlega ekkert um, hvað þjóðin hafði sagt í nýlegri þjóðaratkvæðagreiðslu!

Íslendingar, þó að það sé sumardagurinn fyrsti, þá verður að segja ykkur þetta hér og nú: ÞANNIG eru stjórnvöld okkar, þau sem aldrei vildu þessa þjóðaratkvæðagreiðslu og lýstu hana fyrir fram marklausa – ÞAU GERA ÞAÐ ENN MEÐ ÞESSUM SVIKSAMLEGU ATHÖFNUM SÍNUM Í TRÁSSI VIÐ VILJA OKKAR OG RÉTTINDI!

Þið, sem viljið athafnir í þessu máli: mótmæli, andóf og andspyrnu, ættuð ekki að draga það að hafa samband við okkur í Þjóðarheiðri – við tökum vel á móti ykkur og höfum fulla þörf fyrir fleira hugsandi fólk og vinnufúsar hendur.

Við minnum á fyllsta rétt þjóðarinnar í málinu: EKKERT ICESAVE.

Gjör rétt – þol ei órétt. Aldrei að víkja frá rétti okkar!

Jón Valur Jensson. 

* “Tilskipun þessi getur EKKI gert aðildarríkin eða lögmæt yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa séð um stofnun eða opinbera viðurkenningu eins eða fleiri kerfa sem ábyrgjast innistæðurnar eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja skaðabætur eða vernd innistæðueigenda samkvæmt skilyrðum sem þessi tilskipun skilgreinir.”


mbl.is Gylfi: Jákvæð mynd frá AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ógeðslegt. Þarna sýnir ráðherraræðið sig í hnotskurn. Ógeð - þingmenn hafa ekkert lært af hruninu.

Eva Sól (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband