Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Athyglisvert bréf úr Icesave-baráttunni, gegn einhliða málflutningi í Rúv

Samstaða þjóðar gegn Icesave

mótmælir umfjöllun RÚV um Icesave-III-samningana

                           

Til Sigmars Guðmundssonar þáttastjórnanda hjá RÚV.       

Vegna viðtals sem þú tókst við Lárus Blöndal í Kastljósi 2. marz 2011 viljum við félagar í Samstöðu þjóðar gegn Icesave koma á framfæri athugasemdum er varða Icesave-málið. Að okkar mati hallar Lárus gróflega réttu máli og viljum við rökstyðja það álit með nokkrum orðum. Jafnframt bendum við á skyldur RÚV að »gæta fyllstu óhlutdrægni« og »veita hlutlæga fréttaþjónustu«.

Samstaða þjóðar gegn Icesave stóð fyrir undirskriftasöfnuninni á kjósum.is, þar sem yfir 40.000 manns gengu til liðs við okkur. Markmið Samstöðu þjóðar gegn Icesave er að Icesave-kröfum Bretlands og Hollands verði hafnað. 


 

  1.  Lárus Blöndal hefur haldið því fram að lögsaga Íslands væri varin með Icesave-samningum-III. Ekkert gæti verið fjær sanni, því að í flestum samningunum 10 sem þjóðinni hafa verið færðir undir heitinu Icesave-III eru ákvæði sem afsala lögsögu landsins fullkomlega. Dæmigert ákvæði af þessu tagi er eftirfarandi:

  

Lögsaga og réttarframkvæmd. Þessi samningur og öll atriði, kröfur eða deilur sem rísa kunna vegna hans eða í tengslum við hann, hvort sem um er að ræða samningsbundin atriði eða ósamningsbundin, skulu lúta lögum Bretlands og vera túlkuð samkvæmt lögum Bretlands.

  

  2.  Lárus Blöndal gefur í skyn að gjaldeyrishöftum verði viðhaldið um langa hríð, vegna þess að annars fari hagkerfið úr skorðum. Af þessu leiði að gjaldeyrisáhætta sé lítil á Icesave-samningunum. Á það má benda að gjaldeyrishöft eru brot á EES-samningnum og því geta Bretland og Holland kollvarpað þeim með litlum fyrirvara. Staðreyndin er sú að eina brotið sem Ísland hefur framið gegn EES-samningnum er gjaldeyrishöftin. Stór áhætta liggur í að þessi höft við  frjálst fjármagnsflæði verði afnumin og það getur hæglega skeð ef Icesave-lögin verða samþykkt á þjóðaratkvæðinu 9. apríl.

    

  3.  Ef Icesave-lögin verða samþykkt, munu tugir milljarða verða greiddir strax og er sú greiðsla skilgreind sem áfallnir vextir. Ekki mun króna af þessum milljörðum verða endurgreidd úr þrotabúi Landsbankans. Raunar munu engir vextir verða endurgreiddir, né innifaldir í endurheimtum úr þrotabúi Landsbankans, verði Icesave-lögin samþykkt.

  

  4. Lárus og aðrir starfsmenn ríkisins tala um góðar heimtur úr þrotabúi Landsbankans, en samt vildu Bretland og Holland ekki taka þá áhættu að bíða eftir uppgjöri þrotabúsins. Ef það er svo að þrotabúið mun eiga fyrir forgangskröfum, væri þá ekki ráð að bíða með Icesave-samningana þangað til það er komið í ljós ?  Ef lögsögu Íslands verður afsalað með Icesave-lögunum, er verulegar líkur að forgangskröfum samkvæmt Neyðarlögunum verði hafnað og þá skipta heimtur úr þrotabúinu engu máli, þar verður lítið til skiptanna.

    

  5. Ef Icesave-lögin verða samþykkt í þjóðaratkvæðinu 9. apríl 2011, má óttast að Neyðarlögin verði afnumin af hinum hollenzka dómstóli sem mun dæma eftir lögum Bretlands en ekki Íslands. Forgangsröð kröfuhafa við gjaldþrot er mjög mismunandi eftir löndum. Afsal lögsögunnar með samþykkt Icesave-samninganna  yrðu stórkostleg mistök, sem ekki munu einungis afsala lögsögu Íslands yfir Neyðarlögunum, heldur einnig Gjaldþrotalögunum ásamt Innistæðu-tryggingalögunum.

  

  6. Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa með loðnu orðalagi talað um ákveðnar líkur fyrir hinu og þessu varðandi Icesave-samningana. Hins vegar er hægt að sýna fram á að líkur fyrir ákæru ESA fyrir EFTA-dómstólnum eru hverfandi. Þótt komi til ákæru eru óverulegar líkur fyrir sakfellingu EFTA-dómstólsins. Þá er eftir að fara með málið fyrir héraðsdóm og Hæstarétt. Að Hæstaréttur dæmi almenning á Íslandi til sektargreiðslu vegna gjaldþrots einkabanka er nánast fjarstæðukennt. Þegar allur þessi ferill er skoðaður saman, er hægt að færa stærðfræðileg rök fyrir því að útilokað er að sektardómur bíði Íslendinga, þótt Icesave-lögunum verði hafnað.

   

  7. Stór hluti af eignum þrotabús Landsbankans er 310 milljarða króna skuldabréf sem NLB er greiðandi að. Tilurð þessa skuldabréfs er mörgum undrunarefni og aðkoma ríkissjóðs að útgáfu þess hefur ekki verið upplýst. Skuldabréfið mun upphaflega hafa verið að nafnverði 280 milljarðar, en með vöxtum og gengistryggingu er það komið í 310 milljarða. Þetta skuldabréf er tryggt með skuldabréfum Íslendskra félaga og það getur því ekki talist mjög traust. Ef  skuldabréfið er með beinni eða óbeinni bakábyrgð ríkisins, er það ekki bara ótraustur pappír heldur tifandi tímasprengja fyrir ríkissjóð.

  

  8. Ítrekað hefur verið tilkynnt um seinkun á útgreiðslum úr þrotabúi Landsbankans og núna til 01. ágúst 2011. Mjög líklegt er að frekari seinkanir verði og uppgjör bankans gæti tekið mörg ár í viðbót. Samkvæmt Icesave-lögunum verða allan þann tíma reiknaðir vextir sem nema tugum ef ekki hundruðum milljóna. Þessir vextir verða einungis greiddir ef Icesave-lögin verða samþykkt. Hins vegar ef Icesave-lögin verða felld og hið ómögulega skeður að Hæstiréttur dæmi almenning til að greiða kröfur Bretlands og Hollands, þá verða vextir ekki greiddir langt aftur í tímann og líklega engir vextir.

  

  9. Fram kom hjá Lárusi að Landsbankinn hefur ekki hafnað kröfum vegna heildsöluinnlána. Þetta gerðu hins vegar þrotabú Glitnis og Kaupþings. Nú er rekið kröfumál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem reynt er að hnekkja Neyðarlögunum og fá heildsöluinnlánin viðurkennd sem forgangskröfur. Þetta mun örugglega ekki takast á meðan lögsaga Íslands gildir. Hins vegar um leið og lögsögunni er afsalað með samþykkt Icesave-laganna, munu Neyðarlögin ekki halda. Raunar munu kröfuhafarnir strax drífa sig til Haag og reka mál sitt undir lögsögu Bretlands.

  

10. Rangfærslur eru hafðar uppi um áminningarbréf ESA frá 26. maí 2010. Þær áminningar voru að langmestu leyti dregnar til baka í úrskurði ESA frá 15. desember 2010. Þar voru Neyðarlögin til meðferðar og úrskurðað um tvö atriði: a) Forgang innistæðueigenda og b) Framkvæmd FME á yfirfærslum úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju. ESA úrskurðaði að engin samningar, lög eða tilskipanir hefðu verið brotin. Enginn ágreiningur er því um að neyðarlögin munu halda, en samt er hótunum haldið áfram um mismunun innistæðu-eigenda, innan lands og utan. Allt er þetta mál í uppnámi ef lögsögunni verður afsalað með Icesave-lögunum.

    

11. Neyðarlögin fjölluðu um tvö atriði, a) Stofnun nýrra banka og b) Forgang krafna frá innistæðu-eigendum í þrotabú banka . Af hótunum ESA stendur bara eftir hugsanleg mismunum innlendra og erlendra innistæðu-eigenda. Gegn þessum hótunum er hægt að tefla sterkum rökum og má nefna eftirfarandi:

  
  • Neyðarlögin fjölluðu ekki um mismunun innistæðu-eigenda og því er langsótt að halda því fram að þau hafi mismunað. Neyðarlögin sem slík bera ekki ábyrgð á hugsanlegri mismunun. Framkvæmd laganna gæti hafa valdið mismunun, sem væri þá fólgin í að innistæðu-eigendur erlendis hafi ekki fengið greiddar sínar innistæður.

  
  • Allir innistæðu-eigendur erlendis hafa fengið greitt og þeir eiga engar kröfur lengur á TIF. Greiðslurnar voru gerðar að frumkvæði stjórnvalda í Bretlandi og Hollandi. Ríkisstjórnir þessara ríkja hrifsuðu til sín lögsögu Íslands og sköpuðu sér með því skýra skaðabótaábyrgð. Ekki er því hægt að ákæra Ísland fyrir brot á tilskipun Evrópusambandsins um lágmarkstryggingu. Hugsanlega eru einhverjar lögvarðar kröfur á hendur TIF, en alls ekki á hendur almenningi á Íslandi.

 

·       Ólögleg inngrip ríkisstjórna Bretlands og Hollands í atburðarásina urðu þess valdandi að íslenzk stjórnvöld áttu ekki möguleika að beita erlendis sömu úrræðum og beitt var hér heima. Ríkisstjórnir Bretlands og Hollands áttu kost á að fylgja lagalegu fordæmi Íslands, en kusu á eigin ábyrgð að fara aðra og ólöglega leið. Hafi mismunun átt sér stað var hún á ábyrgð Bretlands og Hollands.

  

·       Landsbankinn var með fullar innistæðu-tryggingar í Bretlandi og Hollandi, auk lágmarkstryggingar ESB hér heima. Ábyrgð tryggingasjóðanna FSCS og DNB er því sameiginleg með TIF. Trygginga-iðgjöld eru greidd af fjármálafyrirtækjum ríkjanna þriggja. Ef einhver kostnaður vegna Icesave er óuppgerður, þá er það mál bankanna í þessum löndum. Ekki reyndist nauðsynlegt að hækka iðgjöld bankanna til FSCS og DNB vegna Icesave, þannig að ólíklegt er að bankar í Bretlandi og Hollandi muni stefna þrotabúum föllnu bankanna á Íslandi.

  

12. Lárus hefur haldið því fram að kostnaði af Icesave-málinu hafi verið skipt á milli aðila. Þetta er rangt, því að fyrir liggur, að með Icesave-samningunum fá Bretar og Hollendingar allan sinn kostnað greiddan og taka enga áhættu af gengis-falli krónunnar, slökum innheimtum úr þrotabúi Landsbankans, seinum greiðslum úr þrotabúinu, minnkandi þjóðartekjum Íslands og öðrum óvisuþáttum. Jafnframt er vitað að nýlenduveldin voru tilbúin að semja um núll vexti og það var bara kjánaskapur íslenzku samninganefndarinnar sem kom í veg fyrir að sú staðreynd kæmi upp á yfirborðið.

  

13. Á það má benda að Landsbankinn var með fullar innistæðu-tryggingar í Bretlandi og Hollandi. Þar voru því fyrir hendi tryggingar sem voru hærri en lágmarkstrygging ESB. Minna má á að tilskipanir ESB tala um innistæðu-trygginga-kerfi í fleirtölu og ekkert bannar bönkum að vera með margfaldar tryggingar. Þess skal getið, að Landsbankinn fekk starfsleyfi í Bretlandi í desember 2001 og hann fekk viðbótartryggingu hjá FSCS fyrir Icesave í júlí 2006 (FSA No. 207250). Aðild Landsbankans að tryggingasjóðnum FSCS var til dæmis staðfest með yfirlýsingu FSA frá 8. marz 2010:

  

Landsbanki Íslands var með rekstrarheimild í Bretlandi frá desember 2001, sem FSA (Fjármáleftirlit Bretlands) veitti. Bankinn hafði starfsstöð í London og sem rekstraraðila í Bretlandi bar honum skylda að taka aukatryggingu hjá FSCS (Tryggingasjóður Bretlands) í samræmi við kröfur sjóðsins. Þess vegna gátu viðskiptavinir bankans í Bretlandi verið vissir um hvaða innistæðu-tryggingar þeir nutu. Við getum staðfest að FSCS greiðir innistæðu-eigendum fullar bætur, óháð þeim iðgjöldum sem greidd hafa verið vegna þeirra.

  

14. Þeir sem vilja hafna dómstólaleiðinni ættu að íhuga að dómstólaleiðin er löngu hafin. Haustið 2008 (13. október) dæmdi til dæmis Héraðsdómur Amsterdam (Rechtbank Amsterdam, einn af 19 héraðsréttum Hollands) eftir hollenzkum lögum að kyrrsetning eigna Landsbankans væri heimil. Kyrrsetningin gilti í 18 mánuði, en þegar gerð var frekari krafa um kyrrsetningu úrskurðaði dómstóllinn (8. marz 2010) að hann hefði ekki lögsögu í málinu og hafnaði beiðninni. Einnig má nefna ákærur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem reynt er að hnekkja Neyðarlögunum og fá heildsöluinnlán viðurkennd sem forgangskröfur. Úrskurður ESA frá 15. desember 2010 er einnig hluti af dómstólaleiðinni. Lögsaga Íslands gildir, svo framarlega sem henni verður ekki afsalað með Icesave-lögunum.

  

15. Sóma síns vegna verða Íslendingar að krefjast dómsúrskurðar, vegna þeirrar efnahagsstyjaldar sem Bretland og Holland hafa háð gegn okkur. Eftir beitingu hryðjuverkalaganna gegn íslenzkum hagsmunum og misbeitingu aðstöðu sinnar hjá AGS og fjármálstofnunum í Evrópu getur þjóðin ekki gengið til eðlilegra samninga við kúgara sína. Íslendingar verða að fá rétt sinn staðfestan af dómstólum, þótt einhver lítilvæg áhætta sé með því tekin. Þjóðarheiður liggur við að beygja sig ekki fyrir ólöglegu ofbeldi. Alþjóðasamfélagið krefst þess að lög og réttur gildi í samskiptum þjóða og kúganir eins og nýlenduveldin hafa beitt gegn Íslandi verði fordæmdar.

  

16. Lárus Blöndal virðist ekki skilja muninn á greiðslum til Breta og Hollendinga, sem munu hverfa út úr hagkerfinu og greiðast með gjaldeyri og sem byggja á forsendulausum kröfum, og hins vegar fjárfestingum ríkisins í innlendum fjármálafyrirtækjum eins og Sjóvá og Sparisjóði Keflavíkur. Innlendu fjárfestingarnar eru í versta falli tilfærsla á milli dálka í bókhaldi ríkisins, en í bezta falli arðsöm fjárfesting. Er ekki ábyrgðarhluti að maður sem ekki skilur þetta skuli vera ráðinn til að veita almenningi upplýsingar um Icesave, stærstu ákvörðun sem tekin hefur verið í Íslandssögunni ?

  

17. Draga verður í efa trúverðugleika stjórnvalda og þá fulltrúa þeirra Lárusar Blöndal. Ekki er eins og Icesave-III sé fyrsta tilraun þessa fólks til að láta almenning á Íslandi greiða forsendulausar kröfur Bretlands og Hollands. Landsmenn hafa horft uppá ríkisstjórnina reyna að fá samþykki fyrir Icesave-I og Icesave-II, með þvingunum, blekkingum og hreinum lygum. Hvers vegna ættu landsmenn að trúa einu orði þessa fólks, sem kosið var á Alþingi áður en Icesave-deilan kom til umræðu og sem skoðanakannanir sýna að nýtur mjög takmarkaðs trausts hjá almenningi ? Ekki er sæmandi að bjóða uppá annað en hlutlausan kynningaraðila. Icesave-málið er í fullkomnum ógöngum og kynning málsins fram að þessu lyktar ekki af neinu öðru en myrkraverkum.

  

18. Við kynningu Icesave-málsins er beitt aumkunarverðum áróðursbrellum eins og þeirri fullyrðingu að Landsvirkjun njóti ekki lánstrausts erlendis vegna Icesave-deilunnar. Landsvirkjun malar gull, því að árlegur hagnaður þessa fyrirtækis verður minnst 20 milljarðar í fyrirsjánlega framtíð. Ef slíkt fyrirtæki nýtur ekki lánstrausts í heimi hækkandi orkuverðs, þá merkir það að aðrar þjóðir hafa tekið upp þann hátt íslenzkra stjórnvalda að draga allt fjármagn inn í seðlabanka landanna. Það merkir auðvitað fullkomna stöðnun efnahagslífs heimsins, eins og ríkisstjórn Íslands hefur tekist að gera hér á landi. Gjarnan er hótað að Evrópski fjárfestingabankinn, sem er pólitísk stofnun, vilji ekki lána Landsvirkjun. Samt fekk Landsvirkjun lánaða 10 milljarða króna (70 milljónir evra) hjá bankanum 21. september 2010. Þessar hótanir eru orðnar hlægilegar.

  

19. Lárus Blöndal er að reyna að koma því inn hjá landsmönnum að hann sé aðal-samningamaður Íslands. Hvers vegna stóð hann þá ekki fast á lögsögu landsins og varði þannig sjálfstæði þess ? Beitt er blekkingum um áhrif þess að færa Icesave-dómstólinn frá London til Haag. Hvers vegna var ekki vikið einu orði að beitingu Breta á hryðjuverkalögunum gegn Íslendingum? Hvers vegna var bara hlustað á hótanir nýlenduveldanna, en beiting hryðjuverkalaganna ekki kærð hið snarasta til ESA (Eftirlitsstofnunar EFTA)? Við eigum miklu hærri kröfur á hendur Bretum en nokkru sinni hafa verið nefndar í Icesave-málinu. Trúverðugleiki Lárusar Blöndal er enginn.

 

  

Virðingarfyllst.

[7. apríl 2011] 

  

  

Samstaða þjóðar gegn Icesave.

  

  

Loftur Altice Þorsteinsson....... hlutverk@simnet.is

 

Helga Þórðardóttir....... helgath@hive.is

 

Jón Valur Jensson....... jvjensson@gmail.com

 

Gústaf Adolf Skúlason....... gustaf@99design.net

 

Borghildur Maack....... bjon@islandia.is

 

Baldur Ágústsson....... baldur@landsmenn.is

 

Sigurbjörn Svavarsson....... s.svavarsson@gmail.com

 

PS.

Í Samstöðu þjóðar gegn Icesave voru, þegar mest var, yfir 30 manns.

Þessir tóku hins vegar að sér að annast þetta bréf.

Ritað mun það að mestu af Lofti Altice Þorsteinssyni. 


Heilaþvottarboðskapur Jóhönnu við verklok verkstjórans afleita

Svo heilaþvegin virðist fráfarandi ráðstýra Samfylkingar af eigin kattarþvotti og svo flækt í eigin spuna, að hún trúi því jafnvel, að samningaleiðin hafi verið "ábyrga leiðin". Svona er hægt að snúa hlutum á hvolf, þegar forystulæður hafa lengi gengið með alvarlega sjónvillu og aldrei tekið eftir henni sjálfar, af því að þær eru hlaupandi út og suður í kattasmölun, sem oftar en ekki felur í sér hreint einelti við blessaða, frjálsthugsandi fressina.

Nokkur hundruð sinnum hefur verið reynt að segja Jóhönnu & Co. það á þessu vefsetri, að Icesave-kröfur brezku og hollenzku ríkisstjórnanna voru ólögvarðar með öllu. Lengi vel var því hreinlega hafnað af Jóhönnustjórninni og því jafnvel haldið fram, að nokkrir íslenzkir lögfræðingar væru þeir einu í allri veröldinni sem hefðu þá afstöðu. Á sama tíma bjuggu a.m.k. tveir ráðherrar þessarar ríkisstjórnar, Össur og Steingrímur, yfir greinargóðu lögfræðiáliti Mishcon de Reya-stofunnar í Bretlandi, stíluðu til Össurar sjálfs, þar sem skýrt kom fram sú niðurstaða, að ekkert í lögum ESB (né tilskipuninni um innistæðutryggingar) fæli í sér greiðsluskyldu íslenzka ríkissjóðsins vegna Icesave-reikninga Landsbankans. Með STÓRALVARLEGUM hætti stakk Össur Skarphéðinsson þessu sérfræðiáliti enskra lögfræðinga undir stól, og ekki upplýsti Steingrímur um það heldur, meðan málsvarar ríkisstjórnarinnar héldu áfram að ljúga því að þjóðinni, að engir erlendir lögfræðingar tækju undir með mönnum eins og Stefáni Má Stefánssyni prófessor (sérfræðingi í Evrópurétti) um að íslenzkum skattgreiðendum bæri hér engin greiðsluskylda.

Hefðu Jóhanna og Steingrímur haft sitt fram, hefði hvort heldur Svavarssamningur, vegna ákvæða sinna um vexti o.fl., eða Buchheit-samningurinn valdið okkur gríðarlegum skaða. Svo hælist þessi afvegaleiddi og útbrunni stjórnmálamaður um, þegar hún gerir upp reikningana við flokksfund sinn, skilandi sínu skelfilega búi, og lætur eins og samningaleiðin (þvingunar- og kúgunarsamninganna, sem Evrópusambandið þrýsti líka miskunnarlaust á um) hefði verið allt eins góð, ef ekki betri heldur en sú dómsniðurstaða, sem nú er fengin! En þar erum við ekki aðeins fjárhagslega kvitt við málið allt, jafnvel laus við málafærslukostnaðinn fyrir EFTA-dómstólnum, heldur líka siðferðislega hreinsuð af slyðruorðinu og slettunum ljótu sem yfir okkur bárust frá lýðskrumandi mönnum á valdastóli í Bretlandi og Hollandi. VIÐ ERUM SAKLAUS, en það er eitthvað sem Jóhanna þarf enn að læra að meta sem skyldi. Gangi henni vel við að kyngja þeirri lexíu, þegar hún dregur sig í hlé frá skarkala lífsins. En síðustu áróðursræðuna hefur hún nú vonandi flutt að endingu, og geta menn og kettir sannarlega andað léttar.

Jón Valur Jensson.


mbl.is „Samningaleiðin var ábyrga leiðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hollendingar í fljúgandi vanþekkingu, ef ekki er hér beinlínis um að ræða ljúgandi pólitíska vindhana

Það er raunalegt að horfa upp á margítrekuð vanþekkingarskrif Breta og Hollendinga, m.a. á vefsíðum fjölmiðla, um Icesave-málið. Þeir láta t.d. sem við Íslendingar skuldum innistæðueigendum eitthvað! Nú þykjast hollenzkir geta krafið okkur um rafmagn í sæstreng af því að "Íslendingar skuldi þeim háar fjárhæðir vegna Icesave-málsins."

Í 1. lagi er ekki samasemmerki milli íslenzku þjóðarinnar og einkafyrirtækis, og ríkið ber heldur ekki ábyrgð á Landsbankanum né á Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta. 

Í 2. lagi hafa innistæðueigendum þegar verið greiddar sínar innistæður af tryggingasjóðum Breta og hollenzkra yfirvalda. 

Í 3. lagi hefur þrotabú Landsbankans þegar greitt meirihlutann til baka af því fé.

Hollenzkir stjórnmálamenn virðast jafn-hneigðir til lýðskrums og vanþekkingingarvaðals eins og brezkir pólitíkusar í upphafi Icesave-deilunnar. Nú er hollenzki Verkamannaflokkurinn, PvdA, að reyna að fiska í þessu grugguga vatni, 

  • "en hann myndar núverandi ríkisstjórn landsins ásamt hægriflokknum VVD.
  • Hugmyndin hefur fengið góðar undirtektir hjá þremur stjórnarandstöðuflokkum og hefur talsvert verið fjallað um hana í hollenskum fjölmiðlum að undanförnu. Meðal annars er fjallað um málið á fréttavef RTL-sjónvarpsstöðvarinnar í Hollandi. Þar segir að Íslendingar búi yfir mikilli grænni orku og mun meiri en þeir þurfi sjálfir á að halda. Fyrir vikið séu þeir áhugasamir um að selja umframorku úr landi. Einungis 10% af þeirri orku sem Hollendingar noti sé hins vegar græn.
  • Rifjaður er upp áhugi breskra stjórnvalda á lagningu slíks sæstrengs frá Íslandi til Bretlands og þess getið að Hollendingar gætu hugsanlega komið að þeim málum. Hvað kostnaðinn varðar þurfi Hollendingar ekki að hafa miklar áhyggjur að því er segir í fréttinni enda skuldi Íslendingar þeim háar fjárhæðir vegna Icesave-málsins." (Mbl.is) !!!

Hláleg er þessi endemisvitleysa, öll byggð á vanþekkingu og tilheyrandi skrumi, sem henta þykir til að öðlast vinsældir í pólitík. Við Íslendingar og íslenzka ríkið skuldum ekki eyri vegna Icesave.

En hvað um hugmyndina um sölu rafmagns til Bretlands og meginlandsins? Þótt það varði ekki samtökin Þjóðarheiður, sakar ekki að minna á, að sú hugmynd, sem margir gripu á lofti, er nú talin óhentug vegna verðbólguáhrifa slíkrar sölu á raforkuverð til okkar sjálfra.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Vilja rafmagn upp í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiríkur S. Svavarsson og Ragnar F. Ólafsson með upplýsandi grein um Icesave-málið í Mbl.

Málflutningi í Icesave-málinu fyrir EFTA-dómstólnum lauk í gær, og staða okkar er talin góð. Í gær birtist yfirlitsgrein í Morgunblaðinu: Nokkrar staðreyndir í Icesave-málinu; höfundarnir eru í InDefence-hópnum. 

Þeir rita:

  • Mál ESA gegn Íslandi
  • Fyrstu tveir Icesave-samningarnir ógnuðu fullveldi þjóðarinnar og í þeim var fólgin áhætta sem stefndi efnahag hennar í voða. Þriðji samningurinn var mun skárri, en samt ekki eins góður og af var látið. Eftir vandlega yfirlegu gat InDefence-hópurinn ekki stutt Icesave III samninginn óbreyttan. Niðurstaða þjóðarinnar vegna Icesave III var sú að ítreka afstöðu sína með afgerandi hætti í annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um málið með því að hafna greiðsluskyldu á ólögvarinni kröfu. Í því felst að gagnaðilar okkar í Icesave-deilunni þurfa að sýna fram á tjón sitt af aðgerðum íslenskra stjórnvalda fyrir réttmætum dómstólum vilji þeir að íslenskir skattgreiðendur greiði.

Þá segja þeir ennfremur:

  • Margt skýrist þó þegar málsaðilar gera grein fyrir málstað sínum í opinberu dómsmáli. Þannig kemur fram í kæru ESA að EFTA-dómsmálið snýst um lágmarkstrygginguna en ekki fullar innstæður, eins og alltof margir fullyrða hér innanlands í skrifum sínum. Þá er það skýrt sérstaklega í svörum ESA að ekki sé ætlast til þess að Ísland greiði Icesave-innistæður með fé úr opinberum sjóðum (skattfé) og tekið er fram að eðlilegt sé að bankakerfið leggi fram það fé, komi það ekki úr þrotabúi Landsbankans.

Eins og hér má sjá, er þarna um spennandi grein að ræða, en þrefalt eða fjórfalt lengri er hún, og eru áhugamenn um málið hvattir til að ná sér í þetta eintak af Mogganum í gær eða lesa um þetta á netinu.

jvj 


mbl.is Málflutningi í Icesave-málinu lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Útilokað að láta eins og ekkert sé og halda áfram viðræðum um aðild að ríkjasambandi sem styður óréttmætan málarekstur gagnvart Íslandi"

"Evrópusambandið ætlar að styðja kröfur ESA gagnvart Íslandi og útilokað að láta eins og ekkert sé og halda áfram viðræðum um aðild að ríkjasambandi sem styður óréttmætan málarekstur gagnvart Íslandi. Einnig er þess krafist að sendiherra ESB á Íslandi verði boðaður á fundinn og að fundurinn verði gestafundur," segir í fréttatilkynningu frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, og Gunnari Braga Sveinssyni, formanni þingflokks hans.

Undir þetta skal tekið hér af heilum hug. Það gengur ekki, að stjórnvöld á Íslandi misbjóði þjóð sinni með því að "láta eins og ekkert sé" í þessu máli, og verður mörgum hugsað til annarra mála um leið, þótt þau verði ekki gerð hér að umræðuefni.

Stjórnarflokkarnir hafa lengst af, með öfáum undantekningum þingmanna, hagað sé á afar meðvirkan hátt með yfirgangsöflum Breta og Hollendinga í Icesave-málinu. Megum við nú vænta eðlilegra endaloka þeirrar meðvirkni, eða eigum við enn eftir að sjá þá rísa upp á afturfæturna á ný, Icesave-predikara þessara tveggja flokka?

Jón Valur Jensson.


mbl.is Vilja fund í utanríkismálanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórmerk grein Gunnars Tómassonar hagfræðings í Mbl. í dag sýnir forsenduleysi fyrir fullyrðingum ESA í Icesave-máli

ESA stefndi íslenzkum stjórnvöldum fyrir EFTA-dómstólinn vegna meints brots á tilskipun Esb. um innstæðutryggingar, en ... 

  • "Það er mat undirritaðs að ákæra ESA stangist á við ákvæði tilskipunarinnar og sé liður í áframhaldandi þvingunaraðgerðum gegn Íslandi utan laga og réttar,"

segir hagfræðingurinn meðal annars í ýtarlegri, afar vel rökstuddri grein. Einnig síðar, í ályktun byggðri á góðri rökfærslu:

  • "Það skortir öll efnisrök fyrir fullyrðingu ESA að Ísland hafi vikist undan skuldbindingum sínum í sambandi við uppgjör Icesave-innstæðna."

Gunnar vekur í seinni hluta greinar sinnar athygli á því, að dagsetning á viðbrögðum Fjármálaeftirlitsins við hruni Landsbankans "skiptir höfuðmáli þar sem greiðsluskylda íslenzka innstæðutryggingarsjóðsins samkvæmt Directive 94/19/EC miðast við dagsetningu álits FME," og á þessu formlega atriði falla kröfur brezku og hollenzku ríkissjóðanna og afstaða ESA (Eftirlitsstofnunar EFTA) eins og spilaborg. Þetta er afar spennandi nálgun á málið, og á höfundur miklar þakkir skildar fyrir þessi skrif.

Í blálok greinar sinnar ritar hann:

  • "Sá vefur ósanninda sem rakinn er í 1-5 hér að ofan bendir eindregið til þess að yfirstjórn ESA hefur verið sér meðvitandi um eigin rangtúlkanir á tímasetningu atvika og ákvæðum Directive 94/19/EC. Ákæra ESA fyrir EFTA-dómstólnum væri því lokaþáttur þvingunaraðgerða Evrópustofnananna ..."

Hér er þessi grein Gunnars Tómassonar í heild: Ákæra ESA fyrir EFTA dómstólnum. Fáið ykkur þetta blað, ef þið fáið það ekki sem áskrifendur!

Jón Valur Jensson.


Ánægjuleg umskipti í Icesave-máli – það voru góð skipti að fá Árna Pál að málinu og „hvíla“ Steingrím

Meðal svara, sem fulltrúar efnahags- og viðskiptaráðuneytis hafa í vörn Íslands í Icesave-málinu, eru „einkum“ þau „að engin ríkisábyrgð hefði verið á Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta og því hefði íslenzkum stjórnvöldum ekki verið skylt að bæta innistæður sem sjóðurinn reyndist ekki geta greitt í kjölfar bankahrunsins haustið 2008.“ (Mbl.is.)

Þetta er ánægjuleg umvending frá því, er Steingrímur nokkur J. Sigfússon virtist einn hafa þetta mál á sinni könnu og lét þar Svavar Gestsson og eða Indriða H. Þorláksson afvegaleiða sig og næstum draga þjóðina með sér í herleiðingu. Ekkert varð þó af þeirri Babýlonarferð, þökk sé forsetanum, sem og vel áttaðri þjóðinni sjálfri, sem afþakkaði pent þetta Babýlonarboð vinstri flokkanna.

Árni Páll Árnason hefur staðið sig með ágætum í málinu síðan í vor. Við höfðum þá áhyggjur af því hér, hvað hann væri að gera til útlanda að „semja“ um málið, en hann hefur fyrst og fremst verið að kynna málstað og málefnastöðu Íslands. Auk þess sem Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta var ekki ríkistryggður, hefur ráðherrann bent á, að neyðarlög Geirs hafi bjargað því, að nú er yfrið nóg í eignasafni gamla Landsbankans til að borga allar Icesave-höfuðstólskröfur. Það á hins vegar ekki við um vaxtakröfur þær, sem Steingrímur vildi endilega að við samþykktum í Icesave I, II og III, en gerðum raunar ekki. Riddarinn sjónumhryggi reynir nú að bæta sér upp þennan stórkostlega ávinning ríkisins með enn meiri álögum á fólk og fyrirtæki en menn rekur minni til á fyrri tíð.

  • „Við höfum sett fram okkar sjónarmið og málið er í höndum ESA núna. Við höfum verið að taka saman upplýsingar fyrir stofnunina, bæði þýðingar á þeim dómum sem hafa gengið um forgangskröfur og ýmis talnagögn. En frekari ákvarðanir vegna málsins eru núna í höndum hennar.“ Þetta segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, aðspurður um stöðu Icesave-málsins. (Mbl.is.)

Við fylgjumst áfram með þessum málum. Ekki sízt er okkur annt um, að Steingrímur fái að hvíla sig sem lengst – ólíkt hans eigin útþensluhugmyndum.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Boltinn í Icesave-máli hjá ESA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave-kandídatinn kosinn þrátt fyrir andstöðu meirihluta sjálfstæðismanna

Flokkseigendafélagið bar sigur úr býtum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, þungaviktin í Valhöll og hagsmunatengda liðið, en 45% landsfundarmanna stóðu þó á móti Icesave-þingmanninum. Þau 45% áttu stuðning grasrótarinnar og landsbyggðarinnar.

Votta ber almennum sjálfstæðismönnum samúð vegna þessarar niðurstöðu. Réttast hefði verið, að landsfundur veitti Bjarna Benediktssyni verðskuldaða ráðningu – já, öðruvísi ráðningu! – vegna svika hans við þá stefnu síðasta landsfundar að hafna beri með öllu ólögmætum kröfum Breta og Hollendinga í Icesave-málinu. Sjá um það mál nánar hér á vefsíðunni, í mörgum nýjum greinum.

Jón Valur Jensson.


mbl.is „Óendanlega þakklátur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BRETAR HAFA ENGAN ÁHUGA Á ICESAVE

Bretar hafa engan áhuga á Icesave og vita ekkert um hvað þessi mál snúast. Þetta segir formaður Íslendingafélagsins í London, Friðþjófur Þorsteinsson. Hann segir það eflaust skipta máli að allir sem áttu Iceave reikninga í Bretlandi hafi fengið innistæður sínar greiddar í topp. Hann segir Breta hafa miklu meiri áhyggjur af ...

NÁNAR... á vef Útvarps Sögu.


HVÍ EKKI YFIR 90% NEI GEGN KÚGUNARSAMNINGNUM?

FORSETINN12

Kúgunarmálið er ekki búið þó það hafi verið fellt enn einu sinni og ekki einu sinni í nánd við að vera lokið.  Ekki með ætlaða sökudólga enn í alþingi, embættum, skólum og stjórn landsins.  Og út um allar kvíar.  Og enn enginn verið haldinn ábyrgur fyrir samsæri um glæpinn ICESAVE. 

Nú ætti næsta skref í málinu að vera að gera opinbera starfsmenn og nokkra meðhjálpara lagalega ábyrga fyrir að ætla og vinna hart að að koma ólöglegri nauðung yfir samlanda.


Jafnframt ætti að kæra breska og hollenska ráðamenn fyrir að ljúga upp á okkur ríkisábyrgð sem var aldrei neinn fótur fyrir í neinum lögum.


Málið er ekki bara innlent mál ætlað til heimabrúks eins og Steingrími hættir við að lýsa kúgunarviðleitni breskra og hollenskra stjórnmálamanna.  Nei, málið kemur heiminum við. 


Við getum ekki og megum ekki leyfa kúgurum og slúðurberum að komast upp með að hafa ætlað að gera börnin okkar að skuldaþrælum erlendra velda að ósekju.  Málið er mannréttindamál og kemur öllum heiminum við. 

 

Hví sögðu ekki yfir 90% landsmanna NEI núna eins og í mars í fyrra?  Jú, það orsakaði fjárstuddur og ríkisstuddur og vel undirbúinn rógur og undirróður ICESAVE-STJÓRNARINNAR, blaðamanna og fréttamiðla Jóhönnu og co, seðlabanka Jóhönnu og heils hers erlendra og innlendra JÁ-MANNA sem mundu hafa hagnast af kúgunarsamningnum gegn okkur.  Og rógur´vitsmunablaðamanna´ eins og Jóhanns Haukssonar sem forsetinn rúllaði upp, Ómars Valdimarssonar sem brenglar fréttir í erlendum fréttamiðlum og Þóru Kristínar Einhverrrar með sína öfugsnúnu rússnesku rúlettu.

 

Gleymum aldrei hótunum um kaldakol og Kúbur Norðursins ef við ekki játtumst undir glæpinn.  Þar fóru fremstir yfirfalsarar eins og Gylfi Magnússon, Guðmundur Gunnarsson, Jón Hannibalsson, Margrét Kristmannsdóttir, Þorvaldur Gylfason, Þórólfur Matthíasson, Vilhjálmur Egilsson, Vilhjálmur Þorsteinsson.  Kallast þetta ekki úrkynjun??


Ekkert var eðlilegt við 59,9% NEI-ið.  Ólöglegt mál ætti aldrei að komast í gegnum löggjafarvaldið og skapa hættu á kúgun gegn hinum sem segja NEI. 

Elle Ericsson. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband